Fyrsta bloggið mitt - á ævinni! October 29, 2016 15:51

JÆJA gott fólk - þá er komið að því: fyrsti bloggpóstur minn og hann fjallar um val.

Mig hefur langað að blogga á þessa síðu í aðeins 2 ár eða svo! - en aldrei komið mér í það - velt fyrir mér um hvað sá merki póstur ætti að fjalla - og bjó til alls konar þröskulda í hausnum á mér sem endaði ávallt á því sama; enginn póstur. EN í dag er dagurinn - þetta er kosningadagur okkur Íslendinga  þar sem okkur er boðið að velja. Ég valdi þennan dag til að skrifa fyrsta blogg póstinn. (Auðvitað mun ég líka nýta mér kosningarétt minn á eftir) - og til að halda uppá þennan merkisdag þá verða kótilettur í raspi hér á borðum í kvöld! 

Það er allt snældu vitlaust að gera hjá mér þessa dagana. Ég tek þátt í sýningunni hjá Handverki og Hönnun sem hefst næsta fimmtudag þe. 3. nóv og stendur fram á mánudaginn 7. nóv. Ég er svo undarlega innréttuð að ég vinn best undir mikilli pressu - og þá er ég að tala um MIKILLI  pressu- efalaust inngróið í mig eins og táneglur frá þeim tíma að vinna á auglýsingastofu. En fyrir þessa sýningu ákvað ég að láta loksins verða að því að teikna og framkvæma hugmynd sem ....AÐEINS hefur verið í huga mér í 12 ár! - Jamm, sannarlega betra seint en aldrei hér á bæ.
Það sama var upp á tenginum með þessa hugmynd - að velja og hafna - það er ávallt það sem ég stend frammi fyrir sem hönnuður og auðvitað sem mannvera í heildina. Allt spurning um val.
Ég valdi loksins hvernig ég vildi hafa þetta og mun ég skrifa um það í öðrum pósti  - því það dugir ekkert minna til en heill póstur.

En fyrir þessa sýningu ákvað ég einnig -  (aftur þetta að velja) að láta gæðaprenta myndskreytingu sem ég gerði fyrr á þessu ári og kalla "Láttu hjartað ráða" 
Þið getið séð hana hér fyrir neðan. Stærð 32 x 32 cm og rammað í Gladsax ramma frá IKEA. Það verður hægt að kaupa óinnrammað eintak á sýningunni og seinna mér hér á vefsíðunni.

Hafðu hjartans þökk fyrir að lesa fyrsta bloggpóstinn minn :)
Sigrún