Að kenna með íslensku dýrunum July 17, 2017 16:30

Spilastokkurinn er magnað kennslutæki

Það er gaman að brjóta upp kennslu með leik og spilin eru alveg kjörin í það. Það hentar mörgum betur að læra með því að tengja saman myndir og texta og svo er bara líka gaman að "verðlauna" nemendur eftir góða frammistöðu með góðu "spilagiggi" - það má nefna að þessi spil þykja henta vel fyrir ADHD 😊

Nokkrar hugmyndir til að nota spilin í kennslu:

Spilin notuð við stærðfræðikennslu:

Tengja saman myndir og tölustafi - eða tölustafi og liti. Nota aukaspilin fjögur sem eru hentug til að teikna á þau ýmiss stærðfræðitákn.

 

Spilin notuð við tungumálakennslu.

Í tungumálakennslu yngstu barna eru dýranöfn og tölustafir oft eitt það fyrsta sem kennt er. Hér er svo hægt að fara lengra með því td. að láta börn draga spil og skrifa nokkur orð/sögu um það spil. 

Spilin notuð við sögukennslu

Draga spil og segja frá sögu og sérstöðu dýra - af hverju er viðkomandi dýr einstakt á heimsvísu - segja frá Landnámi Íslands og hvað landnámsfólkið tók með sér  og AF HVERJU? - hér er líka hægt að nota mannsspilin og tala um kónga og drottingar, vinnumenn og þræla fyrr og nú.

Spilin notuð við jarðfræði/landafræði

Eldvirkni Íslands - flekaskil - áhrif eldgosa á dýr? - draga út spil og segja frá hvort að eldvirkni hafi haft áhrif á lífslíkur viðkomandi dýrs - var td. íslenski fjárhundurinn í útrýmingarhættu vegna eldgosa? - eða... íslenska Landnámshænan - hvaða eldgos hafa valdið mestum hamförum - hafa eldgos td. áhrif á selastofna - Hvaða áhrif hefur flúor í gosösku á búfé?

JÁ! - og spilin getur þú keypt hér á þessari síðu
https://cooldesign.is/products/falleg-islensk-spil

Hér fyrir neðan getur þú séð hvernig hjartarspilin líta út - það eru sömu myndir á öllum 13 spilunum í hverri tegund - en hjartað er sem sagt rautt - spaðinn er blár - tígull er djúpgulur og laufið er grænt. 

Bestu kveðjur,

Sigrún

Hjartaspilin