Blogg pistlar – tagged "40 ára goslaokahátíð" – Cool Design Iceland ehf

Blogg pistlar

Það líður að 45 ára goslokum June 14, 2018 18:48

Í morgun, 14. júní, var umfjöllun í Morgunblaðinu um flóttann frá eldgosinu í Eyjum og annað því tengt, ég ætla ekki að blogga mikið um það málefni, heldur um innihald greinanna og hvernig það tengist hönnuna minni – en má samt nefna að ég bjó á horni Heimagötu og Grænuhlíðar í húsi sem hét Miðey. Mitt hús var rétt fyrir ofan húsið sem 7 manna fjölskyldan sem fjallað er um í greininni bjó í. Ein í þeim barnahópi var jafnaldra mín, en við vorum afar mörg börnin á eyjunni og mikið fjör í útileikjum daga og kvöld, bæði í austurbænum sem og vesturbænum (mjög skýr mörk þarna á milli!) 
Það sem fær mig til að skrifa nokkur orð er að þessi Moggaumfjöllun tengist á vissan hátt við væntanlega hönnunarsýningu sem ég verð með á Goslokahátíð 5. - 8. júlí nk. - og umfjöllunin um Noregsferðina tengist beint sýningu sem ég hannaði á 40 ára goslokahátíðnni og nefndist „Frí frá eldgosi í boði Norðmanna“ þar sem við bekkjasystur Kristín Jóhannsdóttir unnum saman að. Sú sýning varð reyndar svo vinsæl að hún var framlengd langt inn í haustið. 

Á næstu goslokahátíð mun verða með skemmtilega hönnunar- og sölusýningu í Eldheimum, þar sem ég sýni og útskýri hvernig í raun uppeldisárin á eyjunni fögru eiga sér dúpar rætur í hönnun minni og hvernig sumir hlutir eru með alveg beina tengingu. EN það sem mér finnst ekki síður vænt um er að ég mun sýna með verk frá einum þekkasta listamanni Eyjanna og kemur nánar um það seinna. Ég fékk þá hugmynd nokkuð snemma í skissuferlinu að sýningunni og að leiðir okkar tveggja ættu mjög vel saman á margan skemmtilegan hátt.

Vona ég svo sannarlega að þú sjáir þér fært að mæta og kíkja á sýninguna! - það er alveg gráupplagt að eyða einum degi á eyjunni og rölta á milli hinna fjölmörgu viðburða sem eru á dagskrá - og ekki væri síðra að gista eina nótt og bregða sér á "mini-þjóðhátíð" sem haldin er ma á Skipasandi (bak við Slippinn) 

Lestu hér umfjöllunina fyrri síðuna í Mogganum og seinni blaðsíðuna um mömmuna með 7 börn sem þurfti að kveðja manninn sinn á bryggjunni, og vissi ekkert hvert hún átti að fara! ... og hvað tók við alein uppi á fasta landinu með 7 börn ... og fleiri sögur koma líka fram - eins og að senda öll börnin til Noregs!

Njóttu dagsins og vondandi sé ég þig á Goslokahátíð 5. - 8. júlí!
Sigrún

  

Hér fyrir neðan er umfjöllun um sýningu okkar Kristínar „Frí frá eldgosi í boði Norðmanna“


Liquid error: Could not find asset snippets/addthis.liquid