Um mig - About me – Cool Design Iceland ehf

Um mig - About me

ENGLISH TEXT IS BELOW

Loksins, loksins gekk ég uppá Heimaklett! - ME  at the top of the Universe! (Heimaklettur - Vestmannaeyjar).

 

Halló – og takk fyrir að kíkja til mín í Cool Design Iceland :)
Ég heiti Sigrún – er bæði grafískur hönnuður sem og vöruhönnuður, ég rek alein mitt örsmáa hönnunarfyrirtæki - og er algjörlega alsæl að þú skulir vera inni í minni verslun og lesa þér núna til um “mig og mína” haltu endilega áfram að lesa ...!


 Ég bý í vesturbæ Kópavogs – en hef svosem búið víða; Ísland, Svíþjóð, Danmörk, París... En fyrst má nefna að ég er “flóttabarn” þe. ég ólst upp í Eyjum en flúði ásamt fjölskyldu minni um miðja nótt þann 23. janúar 1973. Við bjuggum aðeins ca. 800 metra frá gosupptökum -  (Upplýsingar fyrir Eyjamenn: nánar tiltekið að Heimagötu 33 - og fósturfaðir minn er Emil frá Búlandi og mamma mín Ella Teits)

Ég verð að segja að þetta er eitthvað sem mig langar ekki að upplifa aftur! – en það eru margir áratugir síðan en samt ógleymanlegt í minni allra sem upplifðu þetta. Hér er hægt að sjá nánar um gosmálið og rifja upp! : http://www.visitwestmanislands.com/en/page/the-volcanic-eruption-1973  - en nú er þetta allt grænt og vænt á eyjunni fögru! Og lítur út svona núna: : http://www.bbc.com/travel/story/20140630-how-icelands-baby-volcano-was-born

Menntun
Ég er grafískur hönnuður frá Parsons School of Design í París - það var góð blanda að vera íslendingur í París í bandarískum listaháskóla :) Eftir fjögur ár í borginni eilífu flutti ég heim – þrátt fyrir atvinnutilboð í París.  Ég vann nokkuð mörg ár á auglýsingastofum en eftir fæðingu eldri sonarins fór ég að vinna í lausamennsku (Free Lance) og hef haldið mig við það síðan. Hérna getur þú kíkt og séð verkefni sem ég hef unnið í gegnum tíðina.

En það er einmanalegt að vinna alltaf ein svo ég dreif mig í leiðsögunám í MK og las eins og enginn væri morgundagurinn í heilan vetur og útskrifaðist sem löggiltur leiðsögumaður. Ómetanleg menntun þar um land okkar og þjóð!
Í byrjun árs 2008 langaði mig að bæta við mig meira hönnunarnámi, sótti um skóla og hóf nám í vöruhönnun í Iðnskóla Hafnarfjarðar um haustið 2008. Þar var ég alsæl að smíða, græja og gera í 3 ár. 

Fallegi Barri minn og eini samstarfsmaðurinn. - My dog and workingpartner Barri.

 

En hvað er Cool Design?
Eftir námið í Iðnskólanum var alltaf verið að hvetja mig til að stofna mitt eigið hönnunarfyrirtæki svo ég dembdi ég mér bara í djúpu laugina og gerði það!  Ég er enn eini starfsmaðurinn ... jú og auðvitað hann Barri minn, ekki má gleyma honum! Hann er 12 ára ljúflingur samsettur úr Border Collie og Labrador. Hann er nú kominn með gigt blessaður. Ég gæti sko alveg hugsað mér að hafa fleiri starfsmenn – sérstaklega samstarfshönnuð sem og markaðsmanneskju. Áhugasamir hafi samband hér með! 

En .... af hverju heitir fyrirtækið mitt Cool Design?
– jú það var svo að þegar ég var að byrja að hanna og smíða hluti sögðu svo margir; vá hvað þetta er kúl! – svo ég bara nefndi mig kúl design upp á enska tungu - því ég er svo heppin að viðskiptavinir mínir eru bæði íslendingar og erlendir gestir. Ég hanna allar umbúðir á íslensku og ensku og það gerir vinnuna stundum nokkuð flóknari - en er það ekki bara meira gaman að fleiri fái að njóta? 😊

Hvar sel ég vörur mínar og hvar er ég staðsett?

Ég sel hér á þessari vefsíðu sem og ertu ávallt velkomin til mín á vinnustofuna í Kópavoginn.
Sendu mér bara línu eða hringdu í 699-1179 - cooldesign@cooldesign.is 
allir eru hjartanlega velkomnir – Listasafn Reykjavíkur í Hafnarborg selur í sinni safnabúð Diskamottur Errós og spilin. Kjarvalsstaðir selja spilin mín líka. Og svo má ekki gleyma Eldheimasafninu í Vestmannaeyjum - þar eru seldir sérhannaðir minjagripir úr leir - sem og önnur hönnun mín. Spilavinir í Bláu húsunum selja spilin mín.

Bloggið – hvað er það nú?
Ég skelli inn bloggi af og til... ekki orð um það meira ! 

Ég og þú pennavinir – Gætir þú grætt á því?
Já – það getur þú – því þar inn set ég tilboð og annað sem aðeins eru fyrir "pennavinkonur" mínar, einnig fréttir ef ég ætla að byrja á nýrri vöru td. framleiði ég ljóskerin/fuglahúsin aðeins einu sinni á ári og þá er tækifæri fyrir þig að biðja um “óskalit” eða útlit. 
Í hverju bréfi er einhver glaðningur. Svo í heildina þá getur þú ekki tapað á því. 

 En nú verð ég að hætta að hamra niður á lyklaborðið – bjóða þig aftur velkomin(n) á síðuna mína og vona að þú hafir haft gaman að lestrinum :) - sem og að þér líki við það sem ég er að gera og kaupir jafnvel eitthvað til að athuga hvort þessi síða virki!!

Takk fyrir lesturinn :)

Sigrún

 

ABOUT ME AND MY COOL DESIGN.

Hi there and thanks for stopping by to inquire about me and my Cool Design Iceland!

My name is Sigrún and I live in Iceland.
Yes,  I live in the cool and cold Iceland and to be accurate; in Kópavogur – a commune attached to Reykjavík – I was brought up in Vestmannaeyjar until 23rd of January 1973 when an eruption began only 800 meters away from my home. We had to escape the island along with the other 5.000 inhabitants – an experience I wouldn’t wish for anyone! You can read more here about the eruption; http://www.visitwestmanislands.com/en/page/the-volcanic-eruption-1973 and how it looks like nowhttp://www.bbc.com/travel/story/20140630-how-icelands-baby-volcano-was-born

My education.
I’m educated as a graphic designer from Parsons School of Design in Paris – and what a good mix that was; being an Icelander in Paris in American School :) I spent four years in The City of Love… and went back home to Iceland to find love! (but that is another story)! 

After 20 years of working in the graphic design field I decided to spread my wings and explore the world of different design. I went back to school and studied Product Design at the Arts and Crafts Institute in Iceland, where I learned to design and work with wood, metal and plastic. I loved working with all this machinery and became quite good at welding… :) The intricate part of knowing the materials you’re working with is very important in the design process. I strive to find the most efficient way to use the materials so I’m able to make the prototypes myself. My first 5 years as a Graphic Designer I worked at ad agensies but went then to free lancing, which can be great but sometimes I feel lonely. So off the chair I went and took one intensive year studying and became a professional Tourist Guide. Yebb – I guess I like to learn and study!

What is Cool Design Iceland about?
I founded my design studio in 2011 to make contemporary Icelandic design where the objects interpret Icelandic heritage and retro charm. I could say that I make unexpected objects with a flair of the eccentric? - The inpiration for the designs are based on my own life, I work alone but my dog Barri is with me and when asked he always agrees! – Sometimes I wish he could express himself but… you know! 

This webpage is to sell my design direct to you people who are interested and hopefully you will! I only sell online except few special made and requested items sold at The Reykjavik Art Museum. 

My home is my studio.
I work at home – Me and my hubby build us a house by the sea twenty years ago and there we live with our two grown up boys, daughter in law and Barri the dog. My studio/house is big with a magnificent view and you are more than welcome for a visit and if you don’t like my goodies you will love the view for sure! And I mean it; don’t hesitate coming by if you like – I live close to down town Reykjavík, just send me a message to +354 6991179 or cooldesign@cooldesign.is

My blog.
I like telling stories and writing – and I will keep a blog once a month about my daily life in Iceland as well insider information about this crazy little island called Iceland. You all have to excuse my mistakes in English, I’m so much better writing in Icelandic! – But I know that not so many out there speak this strange language! But many tried to pronounce EYJA-FJALLA-JÖKULL few years back - and I strongly encourage you to watch this video which says it all: http://content.time.com/time/video/player/0,32068,79889722001_1984383,00.html 

So better off with English - and your turn to laugh at me :)

I will post once a month. Hope to “see you online” and the best of all would be seeing you “live” in my studio-home! ... and we can say Eyja-fjalla-jökull together with a cup of coffee!

THANKS for stopping by and hopefully you will try out if this cool website works!!

Hope to see you again, 
best regards from Iceland,
Sigrún 

 

 

Svona litur Eyjarnar út nokkrum dögum eftir að gos hófst!
Vestmannaeyjar 23th of January 1973 where I was brought up and had to escape!