Sendingar- og skilaupplýsingar og annað – Cool Design Iceland ehf

Sendingar- og skilaupplýsingar og annað

Upplýsingar um seljanda
Cool Design Iceland er hönnunarfyrirtæki í eigu Sigrúnar Einarsdóttur sem er grafískur vöruhönnuður. Allar vörur á cooldesign.is eru framleiddar á Íslandi eða handgerðar af hönnuði sjálfum. Cool Design Iceland er rekið undir kennitölu AZA ehf.; 560813-1550, Huldubraut 30, 200 Kópavogi.

Afgreiðslufrestur
Allar vörur sem pantaðar eru hjá cooldesign.is eru afgreiddar 1-3 dögum eftir að pöntun hefur verið greidd. Þó getur tekið lengri tíma að afgreiða vöru sem þarf að framleiða sérstaklega fyrir viðskiptavini.
Ef vara er uppseld kemur það fram hjá vörunni í vefverslun, ef það kemur ekki fram þá látum við strax vita og bjóðum vöruskipti eða endurgreiðslu. Vörur sem pantaðar eru á föstudegi eru afgreiddar á mánudegi.

Afhending og sendingarkostnaður

  • Vörur sem pantaðar eru á vefverslun cooldesign.is eru sendar með Íslandspósti.
  • Sendingakostnaður leggst við vöruna þegar þú hefur smellt á "Check out"
  • Sendingarkostnaður er  breytilegur en við kaup á vöru sést sendingarkostnaður. Ávallt er reynt að hafa sendingarkostnað í lágmarki og því eru sendingar ekki rekjanlegar og ber Cool Design ekki ábyrgð á glötuðum póstsendingum. EF þú vilt er það valkvætt fyrir þig að bæta við rekjanlegu gjaldi kr. 1100 og líka er valkvætt að bæta við "heimsendingarkostnaði" kr. 700,-
  • Allar sendingar eru sóttar á pósthúsið nema nema þegar varan kemst í umslag sem flokkast sem "bréfpóstur". Hægt er að sækja vöruna eftir samkomulagi til Cool Design að Huldubraut 30. Sendið þá skilaboð á cooldesign@cooldesign.is.
  • Ef kaupandi óskar eftir heimsendingu eða rekjanlega sendingu þá er þeim gjöldum bætt við er þú tékkar vörurnar út.  Vörur eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Cool Design Iceland ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á því tjóni sem kann að verða í flutningi.


Greiðsluskilmálar
Hægt er að greiða með kreditkortum eða staðgreiða pantanir:
Tekið er við Visa og Mastercard kreditkortum sem og innlendum debetkortum, Electron og Maestro.

Cooldesign.is netverslun notar örugga greiðslusíðu frá Valitor á Íslandi. Þegar þú greiðir með kreditkorti flyst þú sjálfkrafa yfir á greiðslusíðu Valitor og slærð þar inn kortaupplýsingar. Cooldesign.is sér aldrei þínar kortaupplýsingar heldur fær eingöngu staðfestingu um að greiðsla hafi verið innt af hendi.
Hægt er að staðgreiða vöru með því að leggja inn á bankareikning 0536-26-560813 (reikningur á nafni AZA ehf. ) veljið "Bank Deposit" í greiðsluaðferð - og senda kvittun á cooldesign@cooldesign.is
Sé vara ekki greidd innan tveggja daga frá pöntun er pöntununni sjálfkrafa eytt út.

Skilafrestur

Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá kaupum svo framarlega sem eftirfarandi atriðum er fylgt eftir:
 • Greiðslukvittun er framvísað.
 • Umbúðir og vara eru óskemmd.
 • Ekki er hægt að skila vörum sem eru framleiddar samkvæmt sérpöntunum.
 • Ef vöru er skilað þarf kaupandi að greiða sendingarkostnað. Innleggsnóta fæst í staðinn fyrir þá upphæð sem varan kostaði.
 • Ef vara reynist gölluð fæst hún endurgreidd gegn því að vera skilað. Sendingarkostnaður er þá greiddur af cooldesign.is

Verðlag
Vöruverð í vefverslun cooldesign.is er gefið upp í íslenskum krónum ásamt virðisaukaskatti sem er 24.5% (efst í vinstra horni er hægt að sjá verðlag í dollurum en greiðslur skila sér ávallt til CD í íslenskum krónum. 
Vöruverð er birt með fyrirvara um prentvillur. Vöruverð getur breyst fyrirvaralaust.

Trúnaður:
Cool Design heitir kaupanda fullum trúnaði varðandi allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhendar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.  Þegar vara er pöntun í vefverslun Cool Design eru upplýsingar um greiðslukort aðeins vistaðar rétt á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Um leið og pöntunin er staðfest og viðskiptavinur fær staðfestingu í hendurnar verður öllum upplýsingum um greiðslukortið eytt samstundis úr kerfinu. Kortaupplýsingarnar eru því alltaf öruggar á meðan öllu ferlinu stendur.

Þessir skilmálar eru verslunarskilmálar cooldesign.is og tóku gildi þann 21. nóvember 2015.
Skilmálarnir teljast samþykktir af hálfu viðskiptavinar þegar viðskipti hafa átt sér stað á milli kaupanda og seljanda. Samningurinn er samkvæmt íslenskum lögum og rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness þar sem fyrirtækið er með lögheimili í Kópavogi