Myndskreyttur íslenskur spilastokkur – Cool Design Iceland ehf ISK US$

Myndskreyttur íslenskur spilastokkur

4.500 kr

Spilastokkur - íslensku landnámsdýrin
Íslensk hönnun og hugvit

 1. –   Einstakur spilastokkur til leiks og náms. Hentar börnum á öllum aldri – alveg upp í 100 ára! 
 2. –   Hver sort hefur sinn einkennislit og því afar auðvelt að greina á milli. 
 3. –   Hornamerkt á öllum hornum svo ALLIR geta spilað með! (örvhentir)
 4.  –  Fyrir alla almenna spilamennsku, sérlega skemmtileg fyrir td. Veiðimann
 5. –   Spilastokkurinn inniheldur að auki 4 auð aukaspil til eigin hugmynda. 
 6. –   Mjög vönduð prentun á 300 gr plasthúðaðan pappír hjá hinu heimsþekkta Cartamundi. 
 7. –   Spilin eru myndskreytt alla leið - líka bakhliðin. Innblástur myndskreytinganna  - eftir Sigrúnu Einarsdóttur – eru íslensku landnámsdýrin og sérstaða þeirra í dag á heimsvísu... og auðvitað var ekki hægt að ganga fram hjá okkur íslendingunum sjálfum! - en við erum jú auðvitað öll kóngar og drottingar :) - og einhverjir gosar inni á milli... ;) 

Sérhannaður gjafakassi sem inniheldur:
 • Spilastokk sem er gataður í gegn svo hægt sé að geyma spilin á geymslukubb
 • Sérhannaður geymslukubbur úr tré til að geyma spilin á , sem þá njóta sín sérlega vel á borði. Þetta hefur ekki sést áður!!
 • Bæklingur sem segir frá hverju dýri sem kemur fyrir á spilunum. Hann er á íslensku, ensku og frönsku og því alveg FRÁBÆR gjöf fyrir erlenda vini sem og íslensk börn erlendis!

 LESTU ALLT UM HUGMYNDINA AÐ BAKI SPILANNA HÉR

Nú-nú ... og ef þú ert á ferð í bænum þá eru spilin núna til sölu verslun LISTASAFNS REYKJAVÍKUR - á KJARVALSSTÖÐUM og við TRYGGVAGÖTU og líka hjá SPILAVINIR  Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Skeifunni). Og fyrir grunn- og leikskólakennara þá hefur A4 verslunin þá líka til sölu.

PS. Veistu hvað... að sumum finnst óþægilegt að versla svona beint "á netinu" - en það er reyndar minnsta málið og ekkert hætturlegt! Ef þú lendir í vandræðum er þér velkomið að senda á mig línu: cooldesign@cooldesign.is
- nú eða hringja í mig í 699-1179.
Þér er líka alltaf velkomið að kíkja við hjá mér- er með dásemdar vinnustofu í vesturbæ Kópavogs :)

Góð kveðja, 
Sigrún

ATH-ATH.  Ég hin hagsýna Sigrún vill benda þér á að sendingarkostnaður er sá sami fyrir 3 pk. og einn.... hagsýni borgar sig 👍
 

Icelandic design

Playing Cards featuring hand-illustrated, custom artwork inspired by the Icelandic animals – even the court cards are designed by hand from scratch.

Number on all four corners so that everyone can play!

Excellent manufacturing by Cartamundi.

Included in the box:

 1. Pinholed deck of 56 playing cards (including 4 empty ones).
 2. Brochure about the cards in Icelandic, English and French.
 3. Special designed wood block to keep the cards in place.