"Frá bók til bakka" – 60 cm, tekkspónn – Cool Design Iceland ehf

"Frá bók til bakka" – 60 cm, tekkspónn

7.900 kr

English below

Frá bók til bakka - TEKK -60 cm

     Ha? - bakki úr bókum!! – hvað þýðir það? - jú bakkarnir eru handgerðir úr endurunnum bókapappa - sem  - eitt sinn var jafnvel jólabók!
     
Sagan að baki bakkans:
Ég er mikill bókaormur og mig langaði að gera nytjahlut úr bókum sem og heiðra okkar íslenska bókmenntaarf. Bækur eru sannarlega íslenskt hráefni! – Vinnuferlið er seinunnið en útkoman er falleg og nútímaleg með dassi af fortíðarþrá.

 Ísland er bókmenntaþjóð og Reykjavík var útnefnd Bókmenntaborg UNESCO 2011, sú fyrsta sem ekki tilheyrir ensku málsvæði. 

 • Bakkarnir eru handgerðir.
 • Þeir eru lakkaðir til yfirborðsverndar
 • Stærð: 13 x 60 cm
 • Hver tekkbakki er tvílitur: tekk ofan og sebraviður undir. 
 • Bakkarnir eru með með fótum sem lyfta þeim 1 cm upp frá borðinu.
 • Þeir henta fyrir ýmislegt og má nefna: á kaffiborðið undir bakkelsi – undir kertaglös – fyrir uppstillingu með smáhluti – á skrifborðið og þá með Kúl viðarboxunum.

 ATH-ATH!!! - engir tveir bakkar eru nákvæmlega eins og því er betra ef þú hefur tök á að koma á vinnustofuna mína (Kársnesið í Kópavogi) og velja "þinn". Þar er mun meira úrval. Hringdu í síma 699-1179. 
Kveðja, Sigrún


Spurningar og svör:

 • Hvernig á að þrífa þá?
  SVAR: Strjúka af þeim með rökum klút.
 • Má skera ofan á þeim?
  SVAR: Ég mæli ekki með að nota rifflaða hnífa eða sarga á þeim. En alveg óhætt td. að nota ostahnífa eða aðra hnífa sem renna léttilega í gegn. Þeir eru spónlagðir með 2mm spón og fólk þarf að meta það sjálft. Þarna ræður nú bara hyggjuvitið.
 • Má ég nota þá undir majónes brauðtertu?
  SVAR: Ég hef aldrei prufað það því ég geri ekki slíkar tertur. En ég myndi setja fyrst glæra matarfilmu utan um. 
 • Má setja þá í uppþvottarvél?
  SVAR. Nei!
 • Má setja kerti beint á bakkann?
  SVAR: NEI, - nota ávallt eitthvað undir kertin. Ég sjálf nota alltaf kertaglös.  

 

FROM TRASH TO TRAY

This tray is handmade by me - the designer who loves to read and make aesthetic and practical things for the home. I came up with a method using recycled books and paper to turn them into this beautiful tray. There are no large woodlands in Iceland - but we have lots of books!

This tray is to honor the heritage of Icelandic Literature!

The tray’s surface is double varnished for extra protection, but nonetheless, please handle the tray with care. It’s not dishwasher safe! Don’t immerse it in water, but wipe it with a damp cloth.   

PS. Iceland has always been a literary nation and the city of Reykjavik was named UNESCO’s City of Literature in 2011, making it the first non-native English-speaking city to be bestowed this honor.