Íslensku dýrin - Spilastokkur - „VENJULEGUR“ – Cool Design Iceland ehf

Íslensku dýrin - Spilastokkur - „VENJULEGUR“

1.800 kr

Þetta eru dásamleg spil sem þú verður að kíkja betur á !

  1. –   Einstakur spilastokkur til leiks og náms. Hentar börnum á öllum aldri – alveg upp í 100 ára! 
  2. –   Hver sort hefur sinn einkennislit og því afar auðvelt að greina á milli. 
  3. –   Hornamerkt á öllum hornum svo ALLIR geta spilað með! (örvhentir)
  4.  –  Fyrir alla almenna spilamennsku, sérlega skemmtileg fyrir td. Veiðimann
  5. –   Spilastokkurinn inniheldur að auki 4 auð aukaspil til eigin hugmynda. 
  6. –   Mjög vönduð prentun á 300 gr plasthúðaðan pappír.
  7. –   Spilin eru myndskreytt alla leið - líka bakhliðin. Innblástur myndskreytinganna  - eftir Sigrúnu Einarsdóttur – eru ÍSLENSKU LANDNÁMSDÝRIN og auðvitað var ekki hægt að ganga fram hjá okkur íslendingunum sjálfum! - en við erum jú auðvitað öll kóngar og drottingar :) - og einhverjir gosar inni á milli... ;) 

Hér eru á ferð einstök og séríslensk spil með íslensku myndskreytiefni.
Spil sem sannarlega gleðja unga sem aldna - innanlands sem utan. Skelltu þér á pakka :) 

SPURNING: HVER ER MUNRUINN Á "SPILASTOKKUR- GJAFAÚTGÁFA" OG SPILASTOKKUR VENJULEGUR

SVAR: sjá HÉR


PS. Veistu hvað... að sumum finnst óþægilegt að versla svona beint "á netinu" - (en það er reyndar minnsta málið og ekkert hætturlegt)!
En ef þú vilt þá er þér velkomið að senda á mig línu: cooldesign@cooldesign.is
- nú eða hringja í mig í 699-1179.
Þér er líka alltaf velkomið að kíkja við hjá mér- er með dásemdar vinnustofu í vesturbæ Kópavogs :)

 - svo þú sérð að þetta er ekki flókið.... spilin fögru bíða eftir þér :)

Góð kveðja, 
Sigrún