Skálin Dugga-dugg - Eplaviður – Cool Design Iceland ehf

Skálin Dugga-dugg - Eplaviður

7.000 kr

 Dugga-dugg – Eplaviður

Frábær gjöf fyrir þig - eða vinkonu þína!

Ég ólst upp í Vestmannaeyjum- fyrir gos, umkringd hafinu þar sem öll tilveran snérust um báta og rætur mínar liggja þar. Í barnæsku hafði ég óskaplega gaman  að sitja á Skansinum og fylgjast með bátunum dugga inneftir innsiglingunni og ákvað að nefna skálina það sem ég sjálf kallaði bátana sem lítil stelpa ... Dugga-dugg.

Ég hef þróað aðferðina við smíði og hönnun þessara skála þær eru formbeygðar úr spónlögðum og endurunnum pappa. Hver og ein skál er einstök og engar tvær líta eins út. Þær eru fisléttar og ég nota þær td. undir handavinnu (mæli með því, sérstaklega er handhægt að skella skálinni í tösku, hún fer mjög vel í kjöltu og ég hef hana alltaf með á ferðalögum ef eiginmaðurinn er að keyra og ég reyni að róa mig! Þá skelli ég skálinni í kjöltuna og sauma út :)

  • Skálarnar er hægt að nota fyrir ýmislegt, td. sem geymsluskálar fyrir hluti sem maður "týnir" gjarnan eins og; -gemsinn, gleraugun, bíllyklarnir og fleira smálegt. 
  • Skálarnar henta undir ávexti, brauð, þurrskreytingar eða hvað sem þér dettur í hug.
  • Ekki gleyma að þær þola ekki raka :)
  • Til að halda þeim við er gott að strjúka þær með mjúkum klút vættum smá í matarolíu.
  • Svo sannarlega smart á morgunverðar- eða dögurðar borðið, eða á stofuborðið sem stáss.

  • Lengd:25 cm
  • Breidd: 18 cm
  • Hæð: 12 cm

The Rocking Bowl

An eco-friendly handmade bowl from recycled books and veneer! 
A great addition to your brunch table, to hold all your "lost items" like keys, glasses, remote controls etc. -  or as a decorative bowl on your coffee table. 

Icelanders have always founded their life on fishing for sustenance. Therefore I made the form of the bowl in reminiscence of a boat.

What is a "Wood-less-Wood"?
In Iceland lack of woodlands is one of the consequences of volcanic activities, the country has never been rich of woodlands but rich of books and literature. I use recycled cardboards and wood veneer to make the "Wood-less–Wood"